| Sf. Gutt

Luis Garcia sagður á förum

Allt virðist stefna í að Sanz Luis Garcia sé að fara frá Liverpool. Áfangastaður hans er Athletico Madrid. Vefsíða BBC hefur þetta eftir umboðsmanni hans Manuel Garcia Quillon. "Við erum að vinna að því að ganga frá sölu Luis Garcia til Atletico de Madrid. Ef allt gengur vel þá ætti að takast að ganga frá samkomulagi annað hvort í dag eða á morgun." Þetta yrði í annað sinn sem Luis færi til Athletico Madrid en hann lék með liðinu leiktíðina 2002/2003.

Þess ber að geta að salan hefur ekki verið staðfest en þessi orð umboðsmannsins virðast taka af allan vafa um framtíð Luis Garcia. Hugsanleg sala hans tengist ekkert viðræðum Liverpool og Atletico de Madrid um Fernando Torres. Þær viðræður eru sagðar ganga vel.

Luis Garcia hefur staðið sig mjög vel hjá Liverpool eftir að hann kom til félagsins síðsumars 2004. Það yrði sannarlega sjónarsviptir af honum. Luis hefur skorað mikilvæg mörk og hann hefur líka verið duglegur að leggja upp mörk. Hann sleit krossband í hægra hnéi snemma á þessu ári og hefur ekki spilað síðan.

Hermt er að ein aðalástæðan fyrir því að Luis Garcia sé að fara tengist því að kona hans hafi ekki aðlagast lífinu á Englandi. Hún mun, samkvæmt þessum sögusögnum, þjást af heimþrá.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan