Mikill missir
Rafael Benitez segir að fjarvera Luis Garcia sé mikill missir og setji strik í reikninginn varðandi áætlanir sínar.
Spánverjinn knái sleit fremra krossband í hægra hnénu í deildarbikarleiknum gegn Arsenal og verður ekki meira með á þessu á tímabili.
,,Einn af þeim hlutum sem við vorum að reyna að koma í veg fyrir á þriðjudaginn var að missa leikmenn í meiðsli. Sérstaklega mikilvæga leikmenn eins og Luis því hann er leikmaður sem getur breytt leikjum. Hann skorar mjög góð mörk í Evrópuleikjum og þetta er mikill missir fyrir okkur."
Varðandi meiðsli Mark Gonzalez hafði Benitez þetta að segja: ,,Við munum vera án Mark í þessari viku en ég vonast til þess að hann verði tiltækur í næstu viku."
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum