| Sf. Gutt

Rafa sér eftir Luis Garcia

Sanz Luis Garcia gekk til liðs við Atletico Madrid í síðasta mánuði. Margir stuðningsmenn Liverpool sjá eftir Luis og þeir eru ekki einir um það. Rafael Benítez sér líka eftir Luis Garcia. Luis missti af síðari hluta síðustu leiktíðar vegna meiðsla og þá óskaði Rafael þess oft að Spánverjinn væri tiltækur.

"Luis var ánægður hérna en Atletico er félag sem hentar honum vel. Hann vildi spila í hverjum leik en það er ekki auðvelt þar sem við höfum verið að fá leikmenn til liðs við okkur. Þetta var mjög góð lausn fyrir bæði hann og okkur. Mig langar að óska honum alls góðs.

Hann reyndist okkur frábærlega sem leikmaður. Hann er líka öndvegis maður og mikill fagmaður. Hann býr yfir miklum hæfileikum og hann gat breytt gangi leikja með snilli sinni. Gjarnan þegar við spilum á heimavelli þá draga mótherjarnir sig aftur á völlinn og þegar það gerðist er lítið pláss. Luis gat skipt sköpum í svona leikjum. Í sumum leikjum, þegar illa gekk, hugsaði ég stundum með mér að staðan væri önnur ef við hefðum Luis með okkur í dag."

Víst er að Luis Garcia reyndist Liverpool sérlega vel. Hann skoraði 30 mörk fyrir Liverpool. Það einkenndi flest mörk hans að þau voru mjög mikilvæg. Að auki var Luis duglegur að leggja upp mörk. Það fara ekki allir í skóna hans en vonandi eiga þeir, sem voru fengnir til Liverpool í hans stað, eftir að standa sig jafn vel.

 

 

 

 

 



TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan