| Ólafur Haukur Tómasson
TIL BAKA
Garcia opinn fyrir skiptum við Torres
Liverpool er sagt eiga í viðræðum við Atletico Madrid um kaup á fyrirliða þeirra Fernando Torres sem er sagður vera efstur á óskalista Rafa Benítez fyrir leikmannakaup í sumar en hann kostar þó dágóðan skildinginn. Stjórnarmenn Atletcio Madrid segja að hann fari ekki fyrir minna en 27 milljónir punda sem er klásúla í samning hans en bjóði lið þá upphæð í hann þá er honum frjálst að fara, Liverpool er þó ekki sagt vera tilbúið að borga svo hátt fyrir leikmanninn og reyna að prútta þetta niður svo að tilboðið gæti verið í kringum 20-24 milljónir punda en þá gæti Liverpool látið Luis Garcia fylgja með sem hluti af kaupverðinu.
Hinn spænski Luis Garcia hefur áður leikið með Atletico Madrid en þá var hann á láni frá Barcelona og segist hann hafa mikinn áhuga á að fara aftur til Spánar áður en ferlinum lýkur og þá langi honum helst að fara til Atletico Madrid fremur en Barcelona.
"Hugur minn er hjá Liverpool eins og staðan er núna en einhvern daginn langar mig að snúa aftur til Spánar en þá til Atletico Madrid fremur en Barcelona, því að Atletico er alltaf í huga mér." sagði Luis Garcia við spænska sjónvarpsstöð.
Luis Garcia gekk til liðs við Liverpool fyrir þremur árum síðan frá Barcelona fyrir sex milljónir punda og hefur leikið lykilhlutverk í sóknarspili Liverpool síðan þá og skorað mörg mikilvæg mörk fyrir Liverpool, þar á meðal átti hann mjög stóran þátt í því að tryggja Liverpool Evrópumeistarabikarinn árið 2005.
Hinn spænski Luis Garcia hefur áður leikið með Atletico Madrid en þá var hann á láni frá Barcelona og segist hann hafa mikinn áhuga á að fara aftur til Spánar áður en ferlinum lýkur og þá langi honum helst að fara til Atletico Madrid fremur en Barcelona.
"Hugur minn er hjá Liverpool eins og staðan er núna en einhvern daginn langar mig að snúa aftur til Spánar en þá til Atletico Madrid fremur en Barcelona, því að Atletico er alltaf í huga mér." sagði Luis Garcia við spænska sjónvarpsstöð.
Luis Garcia gekk til liðs við Liverpool fyrir þremur árum síðan frá Barcelona fyrir sex milljónir punda og hefur leikið lykilhlutverk í sóknarspili Liverpool síðan þá og skorað mörg mikilvæg mörk fyrir Liverpool, þar á meðal átti hann mjög stóran þátt í því að tryggja Liverpool Evrópumeistarabikarinn árið 2005.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót! -
| Sf. Gutt
Búið að dagsetja Evrópuleikina -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Hvað gerist? - Uppfært í dag og fram á kvöld!
Fréttageymslan