Luis Garcia seldur til Atletico Madrid
Salan á Luis Garcia til Atletico Madrid var staðfest í dag þegar hann skrifaði undir samning við spænska félagið. Garcia var vinsæll leikmaður hjá Liverpool og óskum við honum alls hins besta hjá nýju félagi.
Í viðtali í dag sagði Garcia: ,,Þetta var erfið ákvörðun vegna þess að það er sárt að þurfa að fara frá einu besta félagi í heiminum í dag og þetta er félag sem á hvað bestu stuðningsmennina."
,,Ég hef notið þriggja frábærra ára þarna. Það eru nokkrar ástæður fyrir brottför minni og ég þurfti að hugsa málið vel. En Liverpool munu ávallt vera í huga mér vegna þess að allir tóku mér vel þar."
,,Ég var svo heppinn að vinna bikara þarna en ég vildi ekki sleppa því tækifæri að eiga möguleika á því að vinna bikara á Spáni."
Garcia verður minnst fyrir nokkur frábær mörk eins og t.d. gegn Juventus í Meistaradeildinni árið 2005, gegn Chelsea í undanúrslitum FA bikarsins árið 2006, og varla þarf að minnast á eitt mikilvægasta mark hans á ferlinum, gegn Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar árið 2005. Hann skoraði einnig gegn Everton á Anfield á tveimur fyrstu tímabilum sínum og því verður að segjast að hann var leikmaður sem naut þess að spila í stórum leikjum.
Garcia spilaði alls 121 leik fyrir félagið og skoraði hann 30 mörk. Vonandi gengur honum vel hjá nýju félagi og notum við tækifærið og óskum honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.
-
| Sf. Gutt
Mohamed Salah þokast upp markalistann! -
| Sf. Gutt
Sterkur sigur! -
| Sf. Gutt
Ég er sallarólegur! -
| Sf. Gutt
Vilja vinna allar keppnir! -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Áfram í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Jafnglími í höfuðstaðnum -
| Sf. Gutt
Af kvennaliðinu -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet!