Luis Garcia er úr leik!
Luis Garcia leikur ekki meira með Liverpool á tímabilinu. Hann sleit fremra krossband í hægra hnénu í deildarbikarleiknum í gær gegn Arsenal og verður frá vegna meiðslanna í allavega hálft ár.
Mark Gonzalez slapp betur og verður frá í þrjár vikur eftir að hafa meiðst á sköflungnum í sama leik en Garcia kom inná sem varamaður fyrir hann á 11. mínútu.
Þetta er auðvitað mikið áfall fyrir Liverpool og sér í lagi þegar Meistaradeildarleikirnir gegn Barcelona eru framundan enda Garcia oft leikið einna best í Meistaradeildinni og hefði því verið mikilvægur leikmaður fyrir Liverpool í báðum viðureignunum gegn sínum fyrrverandi félögum.
-
| Sf. Gutt
Óheppnasti leikmaður í heimi? -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Verðum að leggja harðar að okkur! -
| Sf. Gutt
Jeremine Frimpong meiddur -
| Sf. Gutt
Vildi sýna öllum virðingu -
| Sf. Gutt
Alisson meiddur -
| Sf. Gutt
Curtis með met! -
| Sf. Gutt
Stórsigur í Þýskalandi! -
| Sf. Gutt
Ryan Gravenberch meiddur -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir

