| Sf. Gutt

Luis hlakkar til að spila á gamla heimavellinum!

Stuðningsmenn Liverpool hafa ekki gleymt Luis Garcia. Hver mun gleyma öllum þeim þýðingarmiklu mörkum sem hann skoraði fyrir Liverpool? Svo eitt dæmi sé tekið þá skoraði hann markið sem kom Liverpool til Istanbúl og hver man ekki eftir því marki?

Luis er sannarlega ekki gleymdur og þetta sýndi sig vel á John Lennon flugvellinum þegar hann fór þar um með félögum sínum í Atletico Madrid í gær. Luis hefur heldur ekki gleymt Liverpool og hlakkar til að spila á Anfield Road á nýjan leik.

"Þetta verður merkilegur leikur fyrir mig persónulega. En það ætti heldur enginn að verða ósnortinn af því að leika á þessum leikvangi. Andrúmsloftið hér er einfaldlega frábært. Ég var hér í nokkur ár og naut þess tíma. Það var gríðarlega vel tekið á móti mér á flugvellinum. Frá því ég fór þá hef ég fengið góðar kveðjur frá stuðningsmönnunum bæði með bréfum og í tölvupósti. Það er því frábært að koma hingað aftur og sjá þetta fólk aftur. Ég mun alltaf eiga stað í hjarta mínu fyrir fólkið hjá félaginu og borginni."

Það var aðeins eitt sem varpaði skugga á dvöl Luis Garcia hjá Liverpool.

"Mestu vonbrigðin voru þau að Liverpool náði ekki að vinna deildina. Liðið náði aldrei nógu langri sigurgöngu til að ná því takmarki. Núna er liðið á sigurbraut og ég held að liðið geti haldið áfram að vera á toppi deildarinnar."

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan