Fernando Torres mun aðlagast fljótt
Síðasta sólarhringinn áttu leikmannaskipti sér stað á milli Liverpool og Atletico Madrid. Eins og flestir vita þá fékk Liverpool til liðs við sig Fernando Torres frá Atletico Madrid og Atletico Madrid fékk Luis Garcia frá Liverpool. Kaupin voru þó ekkert tengd nema þá bara að bæði félögin fengu leikmann frá hinu.
Luis Garcia var kynntur sem leikmaður Atletico Madrid í gær. Fyrr í dag var svo Fernando Torres kynntur fyrir fjölmiðlum á Anfield. Luis Garcia var spurður að því hvort að hann teldi að samlandi hans Fernando Torres myndi ná að slá í gegn hjá Liverpool. Hann svaraði:
"Ég hef ekki talað við Torres en það er sama hvar hann spilar því hann mun alltaf gera sitt besta. Ég held að góðir leikmenn aðlagist vel hvaða liði sem er í hvaða deild sem er og Torres er einn af þeim leikmönnum."
Á myndinni sést svo mynd af Luis Garcia í búningi Atletico Madrid þar sem að hann mun leika á næstunni.
-
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Jafnt í krýningarleiknum -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Sf. Gutt
Væri gaman að byrja með verðlaunum!