Virgil van Dijk
- Fæðingardagur:
- 08. júlí 1991
- Fæðingarstaður:
- Breda, Hollandi
- Fyrri félög:
- Willem II, Groningen, Celtic, Southampton
- Kaupverð:
- £ 75000000
- Byrjaði / keyptur:
- 01. janúar 2018
Virgil van Dijk gekk til liðs við félagið í janúarglugganum 2018. Hann hefur skapað sér orðspor sem einn besti varnarmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni eftir tvö og hálft ár hjá Southampton.
Hollenski landsliðsmaðurinn er fæddur þann 8. júlí í Breda árið 1991 og hóf ferilinn hjá unglingaliðum Willem II en það er einmitt félagið sem Sami Hyypia lék með áður en hann gekk til liðs við Liverpool.
En það var hjá Groningen þar sem atvinnumannaferill van Dijk hófst. Þann 1. maí árið 2010 spilaði hann sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins þegar hann kom inná sem varamaður í seinni hálfleik gegn Ado Den Haag.
Hann fékk fleiri tækifæri sem varamaður það sem eftir lifði tímabils sem endaði á ekki svo góðan hátt hjá félaginu þegar það tapaði í vítaspyrnukeppni í úrslitakeppni liða til að komast í Evrópudeildina tímabilið eftir. van Dijk skoraði þó tvö mörk í seinni leiknum eftir að hafa byrjað inná.
Næstu tvö ár varð hann lykilmaður hjá Groningen og tímabilið 2012-13 spilaði hann 34 deildarleiki en aftur tókst liðinu ekki að tryggja sér þátttökurétt í Evrópukeppni.
Hann spilaði einnig með U-19 og U-21 árs landsliðum Hollendinga og sumarið 2013 var ljóst að nokkur lið utan Hollands höfðu mikinn áhuga á því að fá hann til liðs við sig.
Hann gekk til liðs við skoska félagið Celtic og þar lék hann í tvö ár við góðan orðstír. Hans fyrsti leikur fyrir félagið var í opnunarleik tímabilsins 2013-14 þegar hann kom inná sem varamaður í 2-0 sigri á Aberdeen. Hann byrjaði alls 35 af 37 leikjum liðsins það tímabil þegar félagið tryggði sér titilinn á öruggan máta með 29 stiga forystu í deildinni. Félagið tapaði aðeins einum leik allt tímabilið og fékk aðeins á sig 25 mörk.
Hjá Celtic fékk hann einnig tækifæri til að spila í Meistaradeildinni og fyrra tímabilið var liðið í riðli með AC Milan, Ajax og Barcelona. Ekki gekk mjög vel gegn þessum stórliðum og niðurstaðan varð sú að fimm af sex leikjum töpuðust. Í Skotlandi hélt hinsvegar sigurgangan áfram tímabilið þar á eftir þar sem liðið varð meistari. Hann missti aðeins af þrem leikjum allt tímabilið er liðið tryggði sér sigur með 17 stiga forystu á toppnum og aðeins 17 mörk fengin á sig. Celtic bætti einnig við Deildarbikartitli með sigri á Dundee United í úrslitaleik.
Þess má svo geta að hann sjálfur skoraði 10 mörk í öllum keppnum sem verður að teljast fínn árangur fyrir varnarmann.
Sumarið 2015 voru mörg félög farinn að sýna honum áhuga og það endaði með því að hann skrifaði undir samning við Southampton þann 1. september. Hafi verið einhver vafi á því að hann gæti átt erfitt með að standa sig í ensku úrvalsdeildinni þá var sá efi ekki lengi til staðar. Að loknu sínu fyrsta tímabili með félaginu hafði hann verið valinn leikmaður ársins af stuðningsmönnum sem og liðsfélögum sínum.
Tímabilið 2016-17 var van Dijk orðinn fastamaður í hollenska landsliðinu en ekki var langt liðið á tímabilið þegar hann meiddist á fæti og þau meiðsli héldu honum frá keppni það sem eftir var þess tímabils.
Sumarið 2017 reyndu Liverpool svo að kaupa van Dijk en suðurstandarliðið kvartaði til enska knattspyrnusambandsins þar sem þeim fannst að Liverpool hefði nálgast leikmanninn ólöglega. Liverpool dró áhuga sinn til baka og ekkert gerðist svo í þeim málum það sem eftir lifði félagaskiptagluggans, mörgum stuðningsmönnum Liverpool til mikils ama.
En í seint í desember 2017 var svo tilkynnt að félagið hefði fest kaup á van Dijk og varð hann þar með dýrasti varnarmaður sögunnar !
Tölfræðin fyrir Virgil van Dijk
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
2017/2018 | 14 - 0 | 2 - 1 | 0 - 0 | 6 - 0 | 0 - 0 | 22 - 1 |
2018/2019 | 38 - 4 | 0 - 0 | 0 - 0 | 12 - 2 | 0 - 0 | 50 - 6 |
2019/2020 | 38 - 5 | 1 - 0 | 0 - 0 | 8 - 0 | 3 - 0 | 50 - 5 |
2020/2021 | 5 - 1 | 0 - 0 | 2 - 0 | 0 - 0 | 1 - 0 | 8 - 1 |
2021/2022 | 34 - 3 | 5 - 0 | 3 - 0 | 9 - 0 | 0 - 0 | 51 - 3 |
2022/2023 | 32 - 3 | 0 - 0 | 0 - 0 | 8 - 0 | 1 - 0 | 41 - 3 |
2023/2024 | 36 - 2 | 3 - 1 | 4 - 1 | 5 - 0 | 0 - 0 | 48 - 4 |
Samtals | 197 - 18 | 11 - 2 | 9 - 1 | 48 - 2 | 5 - 0 | 270 - 23 |
Fréttir, greinar og annað um Virgil van Dijk
Fréttir
-
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Sf. Gutt
Fyrirliðinn í lið ársins! -
| Sf. Gutt
Elska félagið og ætla að vera áfram! -
| Sf. Gutt
Við erum vonsviknir! -
| Sf. Gutt
Verðum að hafa trú á verkefninu! -
| Sf. Gutt
Leggjum allt í sölurnar til loka! -
| Sf. Gutt
Fullur stolts! -
| Sf. Gutt
Til hamingju! -
| Sf. Gutt
Við höldum okkar striki! -
| Sf. Gutt
Gerum allt sem við getum til að vinna! -
| Sf. Gutt
Virgil fer í lengra bann! -
| Sf. Gutt
Virgil hlakkar mikið til að leiða Liverpool! -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk tekur við sem fyrirliði! -
| Sf. Gutt
Óraunverulega sterkur í loftinu! -
| Sf. Gutt
Þurfum nýja og góða leikmenn! -
| Sf. Gutt
Við erum ekki vélmenni! -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk frá næstu vikur -
| Sf. Gutt
Ekki alltaf hægt að vera upp á sitt besta! -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool í Katar -
| Sf. Gutt
Sjö tugir leikja án taps!
Í nærmynd
Skoða önnur tímabil