Njótum stundarinnar!
Virgil van Dijk hvatti alla sem tengjast Liverpool, þegar Englandsmeistaratitlinum var fagnað, að vera stoltir af liðinu og afreki þess. Allir ættu að gleðjast og njóta stundarinnar!
,,Þetta keppnistímabil hefur verið ótrúlegt í Úrvalsdeildinni fyrir okkur. Við höfum sýnt mikinn stöðugleika og það var mjög verðskuldað að við skyldum vinna deildina. Við sýndum kraftmikin viðbrögð þegar við lentum eitt núll undir í dag. Tilfinningaflæðið í leiknum var mikið. Tíminn leið reyndar hægt þegar dró að leikslokum. Ég er mjög ánægður með að við skyldum ljúka verkefninu. Nú geta allir sem tengjast Liverpool fagnað og það á fólk sannarlega að gera."
Heimsfaraldurinn truflaði fögnuð Rauða hersins 2020. En nú gátu allir fagnað eins og þeim sýndist. Virgil sagði það auka á gleðina.
,,Já, ég held það. Mín skoðun er sú að þetta sé erfiðasta deild í heimi og að eiga þess kost að vinna hana í svona stemmningu, í svona veðri og á móti góðum mótherjum. Það var ótrúleg upplifun að vera hluti af þessu öllu. Framkvæmdastjórinn nefndi áðan, úti á vellinum, að við hefðum núna unnið tvo meistaratitla á fimm árum. Ég myndi segja að það væri mikið afrek!"
Stöðugleiki er lykilatriði!
,,Maður þarf fyrst og síðast að einbeita sér að sínu liði og því hvernig maður spilar sjálfur. Mér finnst það vera eina leiðin. Stöðugleiki leiðir til velgengni. Ég er mjög ánægður með að við skyldum ná að sýna svona mikinn stöðugleika. Eitt það erfiðasta í lífinu sjálfu, ekki bara í knattspyrnu, er að halda stöðugleika. Ef maður nær stöðugleika er líka mikilvægt að halda honum. Ég er svo glaður yfir því að við skyldum geta gert það. En eins og ég sagði þá eigum við að vera stoltir af okkur, gleðjast og njóta stundarinnar."
Hárrétt hjá fyrirliðanum!
-
| Sf. Gutt
Jarðhræringar í Liverpool! -
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum