Diogo Jota og Andre Silva minnst
Þeirra bræðra Diogo Jota og Andre Silva verður minnst um allt England nú um helgina þegar keppni hefst í efstu deild. Þeirra hefur verið minnst fyrir alla leiki Liverpool á undirbúningstímabilinu. Nú síðast fyrir Skjaldarleikinn á Wembley á sunnudaginn.
Bræðranna verður minnst með einnar mínútu þögn á öllum leikjum Úrvalsdeildarinnar um helgina. Leikmenn allra liða munu bera sorgarbönd.
Tilfinningamesta minningarathöfnin verður auðvitað á Anfield Road annað kvöld fyrir opnunarleik Úrvalsdeildarinnar þegar Bournemouth kemur í heimsókn til Englandsmeistaranna. Um leið og mínútu þögn verður fyrir leikinn mun Kop stúkan mynda myndverk. Leikskrá Liverpool er tileinkuð Diogo og Andre.
Gríðarmikið og fallegt blómahaf myndaðist fyrir utan Anfield eftir lát Diogo og Andre. Blómahafið fór vaxandi dag frá degi í margar vikur. Þar voru einnig lagðar treyjur, minningarkort og margt fleira.
-
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Álfumet hjá Mohamed Salah! -
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian!