Virgil kominn í metabækur hjá Hollandi!

Virgil van Dijk er kominn í metabækur Hollands. Hann hefur nú oftast allra leitt landsliðið sem fyrirliði. Magnað afrek því Holland hefur átt marga magnaða leiðtoga.

Goðsögnin Frank de Boer átti gamla metið. Hann sendi Virgil þessi skilaboð í tilefni af þessu afreki. ,,Virgil, til hamingju með að slá metið mitt sem sá leikmaður sem hefur oftast verið fyrirliði þeirra Appelsínugulu. Þú ert búinn að vera fyrirliði 72 sinnum. Mikið afrek sem þú mátt vera mjög stoltur af. Þú ert sannur leiðtogi og vonandi átt þú eftir að upplifa fleiri mögnuð augnablik sem fyrirliði."
Þeir sem efast um leiðtogahæfileika Virgil van Dijk ættu nú vonandi að láta af þeim efasemdum. Þetta met segir sína sögu um hversu mikill leiðtogi hann er!
-
| Sf. Gutt
Dominik er sama hvar hann spilar -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Vill endurgjalda stuðningsmönnunum -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki -
| Sf. Gutt
Óvíst með Ibrahima Konaté -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Ekkert mark í fyrsta sinn í rúmt ár! -
| Sf. Gutt
Pep Lijnders kominn á annan bekk! -
| Sf. Gutt
Kveðja Trent til Diogo

