| Sf. Gutt

Einn eitt frábært Evrópukvöld!

Virgil van Dijk tryggði Liverpool síðbúinn sigur á Atletico Madrid í fyrsta Evrópuleik leiktíðarinnar. Hann sagði að leikmenn Liverpool hefðu náð sigri með þeirri seiglu sem liðið hafi sýnt í mörg ár!

,,Við héldum alltaf áfram að sækja og reyndum að komast í þrjú eitt og það var því kjaftshögg að þeir næðu að jafna með skoti sem breytti mikið um stefnu. En við fundum aftur leið til sigurs. Mér fannst við vera hættulegir í föstum leikatriðum. Ég verð að segja að þeir voru mjög grimmir. En ég er mjög glaður með að ég skyldi skora sigurmarkið!"

,,Við urðum að berjast áfram og sýna þá seiglu sem við höfum sýnt í mörg ár. Þetta var enn eitt frábært Evrópukvöld hérna á Anfield."

Liverpool byrjaði þar með deildarkeppni Meistaradeildarinnar með góðum sigri. Nú er að halda áfram á sömu braut!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan