Áfram með smjörið!

Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, var ánægður með leik Liverpool á móti Nottingham Forest. Eina sem hann var ekki sáttur með var færanýtingin.
,,Við reyndum allt sem við gátum. Það eina sem vantaði upp á var að klára færin til að ganga frá leiknum. Við gáfum fá færi á okkur og sköpuðum okkur mörg færi. Við hefðum átt að nýta færin betur."
Leikurinn í Nottingham var mjög erfiður. Næsti leikur á útivelli við Brentford verður líka erfiður. Virgil skrifaði þetta á Instagram síðu sína eftir leikinn.
,,Þetta var erfiður baráttuleikur í dag. Næst förum við til London. Áfram með smjörið!"
Liverpool hefur gert jafntefli í báðum deildarleikjum sínum það sem af er nýja árinu. Næstu lið hafa dregið á og því er bráðnauðsynlegt að vinna í London á laugardaginn!
-
| Sf. Gutt
Jeremie Frimpong búinn að ná sér -
| Sf. Gutt
Virgil van Dijk í úrvalslið í fimmta sinn! -
| Sf. Gutt
Dómur upp kveðinn -
| Sf. Gutt
Úr leik! -
| Sf. Gutt
Mohamed fer til Marokkó -
| Sf. Gutt
Engin vandamál! -
| Sf. Gutt
Cody Gakpo meiddur -
| Sf. Gutt
Hvað gerist næst? -
| Sf. Gutt
Sætur sigur á San Siro! -
| Sf. Gutt
Dregið í FA bikarnum

