Martin Skrtel

Fæðingardagur:
15. desember 1984
Fæðingarstaður:
Handlova, Slóvakía
Fyrri félög:
FC Previdza, FC Trencin, Zenit St Petersburg
Kaupverð:
£ 6500000
Byrjaði / keyptur:
11. janúar 2008
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Slóvakíski landsliðsmaðurinn Martin Skrtel kom til liðs við Liverpool í janúar 2008 með það orðspor á sér að hann væri hörkutól.

Rafa Benítez hafði lengi leitað að varnarmanni þar sem að meiðsli Daniel Agger settu strik í reikninginn. Skrtel kom því inní liðið og veitti þeim Jamie Carragher og Sami Hyypia samkeppni um stöðu í byrjunarliðinu.

Skrtel byrjaði feril sinn með FC Previdza en hann valdi knattspyrnuna framyfir íshokkí. Þaðan fór hann til FC Trencin áður en rússneska liðið FC Zenit keypti hann árið 2004.

Skrtel spilaði alls 113 leiki með Zenit og fóru þá mörg lið á meginlandinu að líta til hans, þ.á.m. Valencia, Tottenham og erkifjendurnir í Everton.

Hann spilaði sinn fyrsta leik gegn Aston Villa þann 21. janúar 2008. Í fyrstu virtist sem Skrtel væri ekki að spila af réttri getu og frammistöður hans í fyrstu leikjum hans þóttu ekki nægilega góðar en fljótlega eftir það náði hann að vinna stuðningsmennina á sitt band og lék hann svo vel að Daniel Agger virtist ekki eiga möguleika á að komast í liðið aftur.
Sktel sem þykir vera algjör nagli, harður í horn að taka og gefur sig allan í leikina lenti í slæmum meiðslum gegn Manchester City á síðustu leiktíð þar sem hann meiddist illa á hné og héldu þau meiðsli honum frá stóran hluta tímabils en hann snéri aftur og hélt áfram þar sem frá var horfið.

Tölfræðin fyrir Martin Skrtel

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2007/2008 14 - 0 1 - 0 0 - 0 5 - 0 0 - 0 20 - 0
2008/2009 21 - 0 2 - 0 0 - 0 7 - 0 0 - 0 30 - 0
2009/2010 19 - 1 2 - 0 2 - 0 6 - 0 0 - 0 29 - 1
2010/2011 38 - 2 1 - 0 0 - 0 10 - 0 0 - 0 49 - 2
2011/2012 34 - 2 5 - 1 6 - 1 0 - 0 0 - 0 45 - 4
2012/2013 25 - 2 1 - 0 0 - 0 7 - 0 0 - 0 33 - 2
2013/2014 36 - 7 2 - 0 1 - 0 0 - 0 0 - 0 39 - 7
2014/2015 33 - 1 5 - 0 3 - 0 7 - 0 0 - 0 48 - 1
2015/2016 22 - 1 0 - 0 3 - 0 2 - 0 0 - 0 27 - 1
Samtals 242 - 16 19 - 1 15 - 1 44 - 0 0 - 0 320 - 18

Fréttir, greinar og annað um Martin Skrtel

Fréttir

Skoða önnur tímabil