| Sf. Gutt

Martin í lagi

Martin Skrtel féll mikinn skell á móti Blackburn í dag og var borinn af velli snemma leiks. Slóvakinn segist þó vera í góðu lagi. Hann sagði eftir leikinn á Instagram síðu sinni að það amaði ekkert að honum og hann hefði meira að segja hafa verið tilbúinn að spila áfram. Martin sagði þó að það hafi verið skynsamlegt að fara að ráðum læknaliðs Liverpool og fara af velli.

Það er hið besta mál að Martin Skrtel sé ekki illa meiddur en hann er búinn að vera magnaður í vörn Liverpool á leiktíðinni. 


TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan