| Heimir Eyvindarson
Martin Skrtel skrifaði í dag undir nýjan samning við Liverpool. Samningurinn er til þriggja ára.
Martin Skrtel kom til Liverpool í janúar 2008, frá Zenit í Pétursborg. Það stefnir þessvegna allt í það að hann muni ná að leika í heil 10 ár fyrir Liverpool, ef ekki lengur, en samningurinn gildir fram á sumarið 2018.
Skrtel verður 31 árs í desember. Hann hefur leikið 220 leiki fyrir Liverpool og skorað í þeim 15 mörk. Hann hefur reyndar skorað nokkur sjálfsmörk líka, en við erum ekkert að rifja þau upp í dag.
Skrtel er fastur maður í landsliði Slóvakíu og hefur leikið 73 landsleiki fyrir þjóð sína og skorað fimm mörk.
Slóvakinn er einn af þeim sem taldir eru koma til greina í varafyrirliðastöðuna hjá Liverpool á næstu leiktíð en hann, Lucas Leiva, Mamadou Sakho og James Milner hafa oftast verið nefndir í því sambandi.
TIL BAKA
Skrtel skrifar undir nýjan samning

Martin Skrtel kom til Liverpool í janúar 2008, frá Zenit í Pétursborg. Það stefnir þessvegna allt í það að hann muni ná að leika í heil 10 ár fyrir Liverpool, ef ekki lengur, en samningurinn gildir fram á sumarið 2018.
Skrtel verður 31 árs í desember. Hann hefur leikið 220 leiki fyrir Liverpool og skorað í þeim 15 mörk. Hann hefur reyndar skorað nokkur sjálfsmörk líka, en við erum ekkert að rifja þau upp í dag.
Skrtel er fastur maður í landsliði Slóvakíu og hefur leikið 73 landsleiki fyrir þjóð sína og skorað fimm mörk.
Slóvakinn er einn af þeim sem taldir eru koma til greina í varafyrirliðastöðuna hjá Liverpool á næstu leiktíð en hann, Lucas Leiva, Mamadou Sakho og James Milner hafa oftast verið nefndir í því sambandi.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Nýr varafyrirliði -
| Sf. Gutt
Dregið í Meistaradeildinni -
| Mummi
Fjölskylduhátíð Liverpoolklúbbsins á Íslandi -
| Sf. Gutt
Dregið í Deildarbikarnum -
| Sf. Gutt
Nýtt félagsmet! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Sf. Gutt
Enn orðaður við Liverpool -
| Sf. Gutt
Sagan endalausa! -
| Sf. Gutt
Verðlaun í fyrsta leik! -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki
Fréttageymslan