| Sf. Gutt
TIL BAKA
Tilboði hafnað!
Samkvæmt traustum heimildum hefur ítalska félagið Napólí gert tilboð í Martin Skrtel. Hermt er að tilboðið hafi verið upp á 10 milljónir sterlingspunda. Tilboðinu var snarlega hafnað af forráðamönnum Liverpool. Á síðustu vikum hefur verið talið að Rafael Benítez hefði áhuga að fá Slóvakann sterka til liðs við sig. Tilboðið sannar að áhuginn var fyrir hendi.
Eftir að Sebastian Coates meiddist um daginn má lítið út af bera hvað miðverði snertir hjá Liverpool. Jamie Carragher er auðvitað hættur og nú eru þeir Kolo Toure og Daniel Agger reyndastir auk Martin Skrtel. Bæði Martin Kelly og Andre Wisdom geta auðvitað leikið sem miðverðir en Martin er nýbúinn að ná sér eftir meiðsli og Andre er ekki mjög reyndur. Nokkrir miðverðir hafa verið orðaðir við Liverpool í sumar og nú er að sjá hvort bætt verður í þá stöðu áður en ágúst rennur sitt skeið.
Þess má geta að Martin Skrtel hefur verið meiddur nú í upphafi leiktíðar en er að ná sér eftir því sem hermt er.
Eftir að Sebastian Coates meiddist um daginn má lítið út af bera hvað miðverði snertir hjá Liverpool. Jamie Carragher er auðvitað hættur og nú eru þeir Kolo Toure og Daniel Agger reyndastir auk Martin Skrtel. Bæði Martin Kelly og Andre Wisdom geta auðvitað leikið sem miðverðir en Martin er nýbúinn að ná sér eftir meiðsli og Andre er ekki mjög reyndur. Nokkrir miðverðir hafa verið orðaðir við Liverpool í sumar og nú er að sjá hvort bætt verður í þá stöðu áður en ágúst rennur sitt skeið.
Þess má geta að Martin Skrtel hefur verið meiddur nú í upphafi leiktíðar en er að ná sér eftir því sem hermt er.
Nýlegar fréttir
-
| Sf. Gutt
Steven syrgir Sven -
| Sf. Gutt
Harvey Elliott meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur -
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Mummi
Miðasala á Liverpool – Brighton og Liverpool – Leicester -
| Sf. Gutt
Nýr búningur kynntur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Frábær úrslit! -
| Sf. Gutt
Merkileg tímamót!
Fréttageymslan