| Grétar Magnússon

Salan á Skrtel staðfest

Í dag var formlega tilkynnt að varnarmaðurinn Martin Skrtel hafi verið seldur til tyrkneska liðsins Fenerbahce.

Kaupverðið er talið vera í kringum 5.5 milljónir punda.  Skrtel kom til félagsins í janúar árið 2008 var meira og minna fastamaður í byrjunarliði félagsins uppfrá því.  Á síðasta tímabili var þó ljóst að hann væri ekki fyrsti maður á blað hjá Jurgen Klopp og því fóru sögusagnir á kreik um að hann yrði seldur í sumar.  Það hefur legið nokkuð lengi fyrir að hann væri á leið til Tyrklands en nú hefur það semsagt verið formlega staðfest.

Alls spilaði Skrtel 320 leiki í öllum keppnum fyrir Liverpool og skoraði 18 mörk.

Við þökkum Martin Skrtel fyrir hans framlag til Liverpool og óskum honum góðs gengis hjá nýju félagi.
TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan