| Sf. Gutt

Fullkominn sigur!

Martin Skrtel fór hamförum í byrjun leiks Liverpool og Arsenal þegar hann skoraði tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum. Slóvakinn segir að leikmenn Liverpool muni berjast til loka með það að markmiði að ná einu af fjórum efstu sætunum í deildinni.

,,Þetta var fullkominn sigur fyrir okkur. Við vissum fyrir leikinn að það væri erfiður leikur framundan og það er alltaf merkilegt að spila á móti stórliði eins og Arsenal. Við vildum byrja leikinn vel og sýna að vð værum tilbúnir í slaginn. Það var því fullkomið að hafa 4:0 forystu eftir aðeins 20 mínútur. Við erum reyndar bara ánægðir með að ná þremur stigum úr leiknum."

,,Við erum tilbúnir í allt. Við unnum Everton 4:0 og svo Arsenal 5:1. Þetta voru stórsigrar og mikilvæg stig fyrir okkur. Núna verðum við að einbeita okkur að næsta leik á miðvikudagskvöldið. Þar verðum við líka að ná þremur stigum. Við tökum einn leik fyrir í einu og reynum að ná eins mörgum stigum og við getum. Við sjáum til hvar við endum þegar upp er staðið í leik leiktíðar. Við gerum okkur grein fyrir hvað er í húfi og við munum berjast upp á líf og dauða með það að markmiði að ná einu af fjórum efstu sætunum.
 
,,Ég skora nú ekki oft og ég man ekki hvenær ég skoraði tvö í sama leiknum. Ég var ánægður með að skora tvö mörk því það hjálpaði liðinu að ná þremur stigum. Það skipti mestu. Þegar maður er kominn með tvö mörk þá langar mann auðvitað að ná einu í viðbót til að skora þrennu. En ég hefði verið ánægður með eitt og það var mjög sérstakt að skora tvívegis."

Í sumar var talið að Martin Skrtel væri jafnvel á förum og vitað var að Rafael Benítez hafði áhuga á að fá hann til Napólí. Sem betur fer varð ekkert úr því.

Slóvakinn er búinn að vera frábær á keppnistímabilinu og hefur einn miðvarða Liverpool haldið stöðu sinni eftir að hann komst í liðið eftir fyrstu tvo leikina. Hann kom þá æfingalaus inn í liðið þegar Liverpool vann Manchester United 1:0 og hefur verið magnaður síðan. Hann heldur vonandi áfram á sömu braut til loka leiktíðar!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan