| Sf. Gutt

Martin hugsi

Martin Skrtel mun vera hugsi um þessar mundar hvað varðar framtíð sína hjá Liverpool. Hann missti sæti sitt í liðinu í janúar til Jamie Carragher sem hélt Slóvakanum út úr liðinu til vors. Martin var ekki jafn góður og síðustu tvær leiktíðir og eftir slaka framgöngu í tapinu gegn Oldham í F.A. bikarnum setti Brendan Rodgers hann út úr liðinu.

Martin segir að þessi leiktíð hafi verið sú erfiðasta á ferlinum. ,,Auðvitað var ég ekki ánægður og þetta fór í taugarnar á mér. Á hinn bóginn veit ég vel að það komast bara ellefu menn í liðið í einu og þjálfarinn ákvað að ég væri ekki einn af þeim. Ég ákvað að herða mig enn meira á æfignum svo ég yrði tilbúinn að sýna hvað ég gæti og að ég ætti heima úti á vellinum en ekki utan hans."
 

Martin Skrtel gerði nýjan samning við Liverpool síðasta sumar en er nú hugsi um framtíð sína. Brendan Rodgers hefur samt sagt að hann vilji að Martin verði áfram hjá Liverpool. Hann er þó að leita að nýjum miðvörðum eftir að Jamie Carragher lagði skóna á hilluna.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan