| Heimir Eyvindarson

Mitt eina markmið að halda mér í liðinu

Martin Skrtel hefur komið sterkur inn í lið Liverpool eftir langa bekkjarsetu. Hann ætlar að einbeita sér að því í vetur að halda sæti sínu í liðinu. Önnur markmið munu ekki trufla hann.

Skrtrel missti sæti sitt í byrjunarliði Liverpool til Jamie Carragher á miðju síðasta tímabili og byrjaði svo þetta tímabil utan hópsins vegna meiðsla. Hann kom inn í liðið í leiknum gegn Manchester United og hefur haldið sætinu síðan og spilað vel.

„Mitt markmið, eins og annarra leikmanna liðsins, er að vera í byrjunarliðinu. Ég er þar núna og ég vona að ég geti haldið sæti mínu. Hópurinn er stærri og sterkari en áður, sérstaklega í öftustu víglínu þannig að samkeppnin er mikil, en ég reyni að gera mitt besta. Vonandi er það nóg til þess að halda sætinu."

„Ég spilaði eiginlega ekkert helminginn af síðustu leiktíð. Það var ekkert sérstaklega skemmtilegur tími. Núna er ég í liðinu og auk þess gengur liðinu vel, þannig að mér líður betur núna. Það er engin spurning."

„Það er góður andi í hópnum og það er mikil samkeppni um flestar stöður. Það er gott. Ég er mjög einbeittur og æfi af krafti. Ég hef byrjað inná í undanförnum leikjum og vonandi verð ég áfram í liðinu."

Liverpool leikur þessa dagana 3-5-2 leikkerfið þannig að það eru þrír miðverðir í stað tveggja. Martin segist sáttur við það.

„Þetta er auðvitað dálítil breyting á skipulagi, en það er engin grundvallarbreyting í þessu fyrir okkur miðverðina hvort við erum með þriggja eða fjögurra manna varnarlínu. Eftir sem áður gengur okkar leikur út á að verja okkar mark og spila okkar fótbolta. Það hefur ekkert breyst."TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan