| Sf. Gutt

Martin dæmdur í bann!

Illur grunar fékkst staðfestur í gær þegar tilkynnt var að Enska knattspyrnusambandið hafi dæmt Martin Skrtel í þriggja leikja bann fyrir að traðka viljandi á David de Gea markmanni Manchester United.

Martin mótmælti ákæru knattspyrnusambandsins en sambandið lét það sem vind um eyru þjóta. Martin getur því ekki leikið með Liverpool á móti Arsenal, Blackburn Rovers og Newcastle United. Sama má segja um Steven Gerrard. 

Sumum hefur þótt sem að það hefði mátt líta á fautalegan leik Phil Jones sem átti að fá rautt og jafnvel traðk Wayne Rooney á Simon Mignolet. Var það óviljandi? Það mun á hinn bóginn ekki standa til að skoða það neitt!

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan