Peter Crouch

Fæðingardagur:
30. janúar 1981
Fæðingarstaður:
Macclesfield, Englandi
Fyrri félög:
Tottenham, QPR, Portsmouth, Aston Villa, Norwich (í láni), Southampton
Kaupverð:
£ 7000000
Byrjaði / keyptur:
20. júlí 2005
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Crouch ólst upp hjá Tottenham frá 1998-2000. Hann fór til QPR fyrir 60.000 pund sumarið 2000 þar sem hann skoraði 12 mörk í 47 leikjum í 2. deild. Þaðan hélt hann til Portsmouth í 1. deild ári síðar fyrir 1.5 milljón punda og skoraði 19 mörk í 39 leikjum. Hann dvaldi þar í einungis í 8 mánuði því að hann var seldur fyrir 5 milljónir punda til úrvalsdeildarliðsins Aston Villa í mars 2002. Hann stóð ekki undir væntingum þar og 42 leikir skiluðu einungis 6 mörkum. Hann var lánaður til Norwich í upphafi 2003-2004 tímabilsins en skoraði ekki nema 4 í 15 deildarleikjum. Sumarið 2004 var Crouch seldur til Southampton fyrir 2 milljónir punda og þar með komst ferill hans aftur á skrið. Crouch skoraði 16 í mörk í 33 leikjum sem dugði samt ekki til að koma í veg fyrir að Southampton félli úr úrvalsdeildinni. Frammistaða hans varð til þess að hann lék fyrsta landsleik sinn fyrir England í Bandaríkjaför landsliðsins sumarið 2005.

Tölfræðin fyrir Peter Crouch

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2005/2006 32 - 8 6 - 3 1 - 0 8 - 0 2 - 2 49 - 13
2006/2007 32 - 9 1 - 0 1 - 1 14 - 7 1 - 1 49 - 18
2007/2008 21 - 5 4 - 2 3 - 0 8 - 4 0 - 0 36 - 11
Samtals 85 - 22 11 - 5 5 - 1 30 - 11 3 - 3 134 - 42

Fréttir, greinar og annað um Peter Crouch

Fréttir

Skoða önnur tímabil