Peter Crouch hefur náð samningum við Portsmouth
Samkvæmt heimasíðu Portsmouth þá hefur Peter Crouch samið við félagið um kaup og kjör. Þetta var tilkynnt á heimasíðunni nú í morgun. Hann á nú aðeins eftir að fara í gegnum læknisskoðun. Samkvæmt fréttinni ætti læknisskoðunin að fara fram á næstu tveimur sólarhringum. Endanleg staðfesting á vistaskiptunum ætti því að líta dagsins ljós nú fyrir helgina.
Fyrr í vikunni var tilkynnt að Liverpool og Portsmouth hefðu náð samkomulagi um kaupverð. Talið er að það sé um níu milljónir sterlingspunda og geti hækkað upp í ellefu milljónir eða svo á samningstímanum. Þess má geta að Southampton mun fá hluta af kaupverðinu en ákvæði um það var sett inn í kaupsamning Liverpool og Southampton þegar Peter var seldur milli þeirra félaga.
Þetta verður í annað sinn sem Peter Crouch leikur með Portsmouth en hann lék með liðinu leiktíðina 2001/2002. Hann lék 39 leiki með Pompey og skoraði 19 mörk. Peter lék þá undir stjórn Harry Redknapp núverandi stjóra Portsmouth. Harry seldi hann reyndar til Liverpool frá Southampton sumarið 2005. Harry hefur nú aftur náð í Peter. Portsmouth ætlar sér stóra hluti á næstu leiktíð en liðið leikur þá í Evrópukeppni í fyrsta sinn eftir að hafa unnið F.A. bikarinn í vor.
Við bíðum nú eftir að vistaskiptin verði samþykkt en víst er að margir stuðningsmenn Liverpool munu sakna risans.
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!