Benítez viss um að Crouch verði áfram
Rafael Benítez segist sannfærður um að Peter Crouch muni skrifa undir nýjan samning við Liverpool þrátt fyrir að Crouch hafi nýlega tjáð sig um hversu erfitt sé að spila ekki reglulega með liðinu. Benítez hefur þegar boðið honum nýjan samning og er Crouch nú að hugsa málið.
"Peter Crouch er mjög góður atvinnumaður. Þess vegna buðum við honum nýjan samning. Ég er sannfærður um að hann muni skrifa undir. Hann vill það. Nú spilum við aðeins með einn framherja en við getum spilað með tvo. Það er ekki vandamál.
Hann veit að hann er í liði sem vinnur titla og getur verið mikilvægur hluti af hópnum. Ég veit að hann er ánægður hér og vill spila. En svona er fótboltinn. Við höfum boðið honum samning og nú verðum við að bíða."
-
| Sf. Gutt
Aldrei unnið í hvíta búningnum -
| Sf. Gutt
Hann verður að hlusta á mömmu sína! -
| Sf. Gutt
Jürgen Klopp að verða afi! -
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Thiago ennþá meiddur -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Gæti ekki verið ánægðari! -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Leikjatilfærslur