| Ólafur Haukur Tómasson

Crouch er tilbúinn að berjast

Framherjinn hávaxni Peter Crouch hefur ekki verið að spila stórt hlutverk í liði Liverpool í vetur og hefur hann aðeins tekið þátt í 22 leikjum á tímabilinu og í mörgum þeirra hefur hann aðeins komið inná sem skiptimaður. Þrátt fyrir tiltölulega fá tækifæri þá segist Crouch vera sáttur í liðinu og sé tilbúinn að berjast fyrir stöðu sinni í liðinu.

"Það eru allir að tala um að ég sé í viðræðum við önnur félög. Kanski er það vegna þess að ég spila ekki í hverjum leik en hjá félagi eins og Liverpool þá ertu ekki að fara að spila í öllum leikjunum. Ég hef áttað mig á því að þetta er tilfellið hjá félagi eins og Liverpool en hjá öðru félagi þá gætiru hins vegar spilað í þeim öllum. Hér erum við hins vegar að keppast um titla og ég vil svo sannarlega vera hluti af liði sem að vinnur til verðlauna."

Crouch sem að verður 27 ára gamall seinna í mánuðinum hefur ekki fengið mörg tækifæri í deildinni og aðeins byrjað inná í fjórum deildarleikjum og er hann ekki enn búinn að skora deildarmark á þessu tímabili. Hann var markahæsti leikmaður liðsins á síðasta tímabili með átján mörk en hann hefur nú aðeins skorað fimm á þessu tímabili, einnig sem að hann nældi sér í rautt spjald gegn Chelsea í Deildarbikarnum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan