| Sf. Gutt

Peter Crouch kveður með góðum orðum

Í dag var endanlega staðfest að Peter Crouch hafi yfirgefið Liverpool. Hann gerði fjögra ára samning við Portsmouth. Ef öll ákvæði kaupsamnings Liverpool og Pompey ganga eftir á Liverpool að fá ellefu milljónir sterlingspunda í sinn hlut.

Liverpool keypti Peter Crouch frá Southampton sumarið 2005 fyrir sjö milljónir sterlingspunda. Ekkert gekk í upphafi hjá Liverpool og honum tókst ekki að skora í fyrstu 18 leikjum sínum! Hann fékk þó mikinn stuðning allra hjá félaginu og stuðningsmanna Liverpool og náði sér svo á strik og varð bikarmeistari vorið 2006 þegar Liverpool vann West Ham United eftir vítaspyrnukeppni í Cardiff. Hann skoraði svo sigurmarkið gegn Chelsea þegar Liverpool vann 2:1 sigur í Skjaldarleiknum um sumarið. Peter varð markakóngur Liverpool leiktíðina 2006/2007 og skoraði þá 18 mörk. Hann var ekki fastamaður þegar leið á síðustu leiktíð en skoraði samt ellefu mrök. Peter lék 134 leiki fyrir Liverpool og skoraði 42 mörk. Peter komst í enska landsliðið á meðan hann lék hjá Liverpool. Hann hefur leikið 28 landsleiki og skorað 13 mörk.

Peter kvaddi Liverpool með góðum orðum í dag. "Ég átti þrjú frábær ár hjá Liverpool og ég hefði ekki viljað skipta á því og nokkru öðru. Mér fannst það forréttindi að spila með félagi eins og Liverpool sem er meðal þeirra bestu. Ég er án nokkurs vafa betri leikmaður en þegar ég kom til félagsins. Það er ekki nein spurning um það því það er ekki annað hægt en að taka framförum þegar maður spilar og æfir reglulega með jafn góðum leikmönnum og Steven Gerrard and Fernando Torres. Undir lokin fékk ég ekki að leika jafn marga leiki eins og ég hefði viljað en ég yfirgef félagið með einungis góðar minningar."

Peter ávann sér miklar vinsældir hjá stuðningsmönnum Liverpool og hann er mjög þakklátur fyrir þann stuðning sem þeir sýndu honum alla tíð. 

"Ég verð alltaf mjög þakklátur fyrir stuðninginn sem ég fékk. Manni líður stórkostlega þegar maður heyrir The Kop syngja nafnið sitt. Maður vill alltaf reyna sitt besta þegar svona góða atuðningsmenn. Núna þegar ég yfirgef Liverpool þá finn ég að ég á eftir að sakna stuðningsmannanna. Ég verð þó alltaf stuðningsmaður Liverpool og ef ég fær tækifæri á næstu leiktíð þá ér ég viss um að ég kem aftur til Anfield til að styðja við bakið á strákunum. Það er að segja ef þeir útvega mér miða!"

 

 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan