Peter ánægður eftir góðan leik
Peter Crouch fékk loksins tækifæri í byrjunarliði Arsenal í gær þegar Liverpool sótti Arsenal heim. Hann lék mjög vel í sókninni og skoraði fallegt mark. Hann var auðvitað ánægður með daginn þegar rætt var við hann eftir leikinn í gær.
"Mér fannst liðið spila vel í dag. Við tefldum fram mörgum leikmönnum sem hafa ekki spilað mikið upp á síðkastið. Slíkt getur verið tvíeggjað. Menn geta annað hvort gefist upp eða sýnt hvað í þeim býr.
Ég var auðvitað ánægður með markið mitt. Ég hef lítið spilað upp á síðkastið og hélt satt að segja að ég yrði kannski eitthvað ryðgaður. Það var gaman að skora og minna fólk á að ég er enn á lífi. Mér fannst að ég næði að komast inn í leikinn og naut þess að spila."
Það hefur mikið verið rætt um það upp á síðkastið að Peter Crouch muni yfirgefa Liverpool í sumar. Hvað hefur hann að segja um það?
"Ég vil bara spila eins mikið og mögulegt er. Það er ergilegt að fá ekki að spila með í stórleikjum en ég fékk að spila í dag og vonandi fæ ég að spila fleiri leiki það sem eftir lifir leiktíðarinnar."
-
| Sf. Gutt
Af spjöldum sögunnar! -
| Mummi
Við minnum á aðalfund klúbbsins þann 6. maí nk. -
| Sf. Gutt
Hamingjuóskir frá Jürgen Klopp! -
| Sf. Gutt
Útilokað að tapa leiknum! -
| Sf. Gutt
Liverpool er Englandsmeistari 2025! -
| Sf. Gutt
Eitt stig dugir! -
| Sf. Gutt
Ljúkum verkefninu! -
| Sf. Gutt
Gleðilegt sumar! -
| Sf. Gutt
Conor Bradley Leikmaður ársins hjá Norður Írum -
| Sf. Gutt
Þrjú stig duga!