Rafa hrósar risanum
Peter Crouch gekk til liðs Portsmouth á dögunum. Vistaskiptin fóru fram í góðri sátt allra aðila og Rafael Benítez, sem keypti Peter sumarið 2005, hrósaði risanum þegar gengið hafði verið frá samningum.
"Hann sýndi hérna hvað í honum bjó. Hann sannaði líka að hann var góður leikmaður og frábær atvinnumaður. Hann er líka fínasti náungi. Við vitum alveg að við munum sakna hans en það er ekki hægt að halda leikmanni sem vill spila í hverri einustu viku. Við hefðum viljað halda honum og við buðum honum nýjan samning.
Stundum verður maður þó að sýna leikmanni skilning. Hann vildi fá að spila meira en það var erfitt að tryggja honum það því Fernando Torres er núna fyrsti valkostur. Ég skil þá afstöðu sem Peter hafði til málsins. En hann stóð sig með miklum sóma fyrir félagið og við stóðum alltaf við bakið á honum þegar fólk efaðist um þá ákvörðun okkar að fá hann hingað á Anfield."
Peter Crouch ávann sér vinsældir og virðingu stuðningsmanna Liverpool. Honum gekk illa til að byrja með og fyrsta markið fyrir Liverpool lét bíða eftir sér. Stuðningsmenn Liverpool stóðu þétt við bakið á honum á þessu erfiðu tímum og Peter kunni vel að meta það. Peter sýndi ætíð rétt viðhorf og kvartaði ekki þótt hann fengi ekki að spila jafn mikið og hann vildi á síðustu leiktíð. Það verður skarð fyrir skildi þar sem Peter Crouch var.
-
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Vera með í baráttunni fram í janúar! -
| Sf. Gutt
Ekki spá í treyjunar! -
| Sf. Gutt
Fágætt afrek hjá Caoimhin Kelleher! -
| Sf. Gutt
Evrópumeistararnir teknir í gegn! -
| Sf. Gutt
Það styttist í sigur! -
| Sf. Gutt
Mohamed tryggði sigur! -
| Sf. Gutt
Adam ekki búinn á því! -
| Sf. Gutt
Vopnahlésdagurinn -
| Sf. Gutt
Mikil jákvæðni hjá félaginu