| Ólafur Haukur Tómasson

Pennant er draumur allra framherja

Peter Crouch hælir samherja sínum Jermaine Pennant sem að hefur átt góða leiki undanfarið og átti mjög stórann þátt í því að Liverpool náði að jafna tveggja marka forystu Birmingham um síðustu helgi, þar sem að hann átti stórann þátt í báðum mörkum Liverpool.

"Jermaine Pennant var magnaður, hreint út sagt frábær. Í hvert skipti sem að hann fékk boltann þá bjó hann eitthvað til.

Þegar menn eins og Jermaine eru að leika svona vel þá gerir það vinna framherjana mun auðveldari því þú veist að hann mun koma að bakverðinum og ná fyrirgjöf fyrir markið. Það er það sem að ég elska, það er frábært þegar að kantmenn gera þetta." sagði hinn hávaxni Crouch.

Nú þegar viðureign Liverpool og Chelsea fer fram á miðvikudaginn þá eykst alltaf spennan um hverjir munu spila leikinn og er Crouch vongóður um að þessi þrjú mörk sem að hann hefur skorað í þeim þremur skiptum sem að hann hefur byrjað undanfarið geti aukið líkur hans á að fá að spila leikinn.

"Auðvitað er ég bjartsýnn. Þú veist aldrei með stjórann, hann gæti breytt hlutunum eða jafnvel haldið sama liðinu. En ég er eins og ég segi, vongóður. Ég tel mig hafa spilað vel gegn Birmingham og það yrði frábært ef að það væri nóg til að halda mér í liðinu." bætti hann við.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan