| Sf. Gutt

Stóra Harvey Elliott málið

Harvey Elliott er í undarlegri stöðu. Hann var lánaður til Aston Villa í fyrrasumar og í lánssamningnum var kveðið á um að eftir tíu leiki myndi kaupskylda virkjast. Villa ætlaði að kaupa Harvey fyrir 35 milljónir sterlingspunda.

Harvey hefur enn ekki náð tíu leikjum. Ef rétt er þá er hann nú kominn með sjö leiki en næst víst er að þeir vera ekki fleiri því hann hefur ekki náð að vinna sig í álit hjá Unai Emery framkvæmdastjóra Aston Villa.

Nú er staðan sú að Harvey er fastur hjá Aston Villa án þess að eiga sér framtíð þar. Liverpool myndi vilja fá hann þegar þröngt er um framherja en hann má ekki spila aftur með Liverpool á þessari leiktíð. Hann tók þátt í tveimur leikjum með Liverpool áður en samningurinn við Villa var garður. Þar stendu hnífurinn í kúnni.  

Hugsanlegt er talið að Harvey geti spilað í Bandaríkjunum þegar næsta leiktíð hefst þar. Það er þó ekki fullljóst. En verst er fyrir Harvey að geta ekki spilað fótbolta mánuðum saman.

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan