| Sf. Gutt

Conor Bradley kominn í sumarfrí

Illur grunur fékk staðfestingu þegar tilkynnt var að Conor Bradley væri kominn í sumarfrí. Hann meiddist rétt í lok leiks Liverpool við Arsenal. Hann meiddist á hné og meiðslin eru alvarleg eins og marga grunaði. 

Conor Bradley er búinn að vera mjög óheppinn með meiðsli á ferli sínum. Alltof oft hefur hann misst úr lengri og skemmri kafla frá því hann komst í aðalliðshóp Liverpool. 

Nú er að vona að Conor nái góðum bata og komi sterkur til leiks á næstu leiktíð. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan