| Sf. Gutt

Af Afríkukeppninni

Egyptaland er komið í undanúrslit í Afríkukeppninni eftir sigur á ríkjandi Afríkumeisturum. Egypski kóngurinn heldur áfram að skora!  

Omar Marmoush og Ramy Rabia komu Egyptum tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik. Ramy skoraði sitt mark með skalla eftir horn frá Mohamed Salah. Fílabeinsströndin, sem vann síðasta Afríkumót, komst inn í leikinn í viðbótartíma fyrri hálfleiks þegar Ahmed Fotouh skoraði sjálfsmark. Egypski kóngurinn bætti í forystu Egypta snemma í síðari hálfleik. Guela Doue lagði stöðuna fyrir meistarana en Egyptar héldu út og unnu 3:2.

Mohamed Salah hefur verið frábær á Afríkumótinu. Hann er búinn að skora fjögur mörk og leggja upp eitt. Hann er sannarlega ekki dauður úr öllum æðum!

Egyptaland mætir Senegal í undanúrslitum. Það er endurtekning á úrslitaleiknum frá 2022 þegar Senegal, með Sadio Mané sem aðalmann, vann í vítaspyrnukeppni. 

Í hinum undanúrslitaleiknum mæta heimamenn í Marokkó Nígeríu. Undanúrslitin fara fram á miðvikudaginn. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan