| HI

Rauða spjaldið afturkallað

Rauða spjaldið sem Zurab Khizanishvili varnarmaður Blackburn fékk fyrir að fella Djibril Cissé í leiknum á laugardaginn hefur verið afturkallað af enska knattspyrnusambandinu. Varnarmaðurinn mun því ekki fara í leikbann vegna þessa. Rauða spjaldinu var áfrýjað af Mark Hughes knattspyrnustjóra Blackburn eftir leikinn og bar sú áfrýjun árangur.

Þetta verður að teljast afar undarlegur úrskurður því að Cissé hefði komist einn í gegnum vörnina hefði brotið ekki átt sér stað þannig að ekki verður séð að hægt hafi verið að dæma annað en rautt spjald. Enska knattspyrnusambandið hefur hins vegar greinilega litið málið öðrum augum.

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan