| Sf. Gutt

Væntumþykjan hverfur!

Cody Gakpo spilar gegn PSV Eindhoven annað kvöld í annað sinn á tíu mánuðum. Hann ólst upp hjá félaginu og á margar góðar minningar þaðan.  

,,Við mætumst bara aftur núna og það svona stuttu seinna! Það er alltaf merkilegt að spila á móti PSV. Ég ólst auðvitað upp þar og var lengi hjá félaginu. Ég á margar minningar þaðan og þess vegna er merkilegt að mæta því."

,,En öll væntumþykja hverfur þegar flautað er til leiks og maður hugsar bara um að vinna leikinn. Það breytist ekkert annað kvöld."

Cody Gakpo spilaði fyrst með aðalliði PSV á leiktíðinni 2017/18. Hann gekk til liðs við Liverpool á nýársdag 2023. Cody varð Hollandsmeistari á sinni fyrstu leiktíð. Reyndar spilaði hann bara einn leik en hann var í liðshópnum. Á leiktíðinni 2021/22 varð hann bikarmeistari. Hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleiknum þegar PSV vann Ajax 2:1. Þess má til gamans geta að Ryan Gravenberch skoraði fyrir Ajax. 

Liverpool sótti PSV heim í lok janúar í síðasta leik deildarhluta Meistaradeildarinnar. Heimamenn unnu 3:2. Cody Gakpo skoraði annað marka Liverpool. Hann fékk höfðinglegar móttökur á sínum gamla heimavelli. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan