Cody Gakpo
- Fæðingardagur:
- 07. maí 1999
- Fæðingarstaður:
- Eindhoven, Hollandi
- Fyrri félög:
- PSV Eindhoven
- Kaupverð:
- £ 37000000
- Byrjaði / keyptur:
- 03. janúar 2023
Hollendingurinn Cody Gakpo var fyrsti leikmaðurinn sem félagið keypti árið 2023 en tilkynnt var um kaupin rétt fyrir áramótin og hann formlega tilkynntur sem leikmaður Liverpool þann 3. janúar.
Gakpo fæddist í Eindhoven þann 7. maí árið 1999 og gekk til liðs við PSV sex ára gamall. Hann lék með öllum yngri liðum félagsins og í febrúar árið 2018 fékk hann sitt fyrsta tækifæri með aðalliðinu þegar hann kom inná sem varamaður seint í deildarleik gegn Feyenoord. Í september sama ár skoraði hann svo sitt fyrsta mark fyrir félagið í 4-0 bikarsigri á Excelsior Maassluis. Það sem eftir lifði tímabils spilaði hann 16 leiki í deildinni. Tímabilið 2019-20 hélt hann áfram að bæta sig og áður en tímabilinu var hætt vegna Covid-19 veirunnar hafði Gakpo skorað sjö mörk og átt jafnmargar stoðsendingar. Tímabilið þar á eftir skoraði Gakpo 11 mörk í öllum keppnum og ljóst var að PSV voru með frábæran efnivið í sínum höndum. Hann hélt áfram að sýna hvað í honum býr tímabilið 2021-22 er hann skoraði 12 mörk og lagði upp önnur 13 í deildinni. Í apríl skoraði hann svo sigurmarkið í bikarúrslitunum gegn Ajax þegar PSV komu til baka eftir að hafa lent undir.
Gakpo var valinn knattspyrnumaður ársins eftir tímabilið 2021-22 og varð hann þar með fyrsti leikmaður PSV sem hlaut nafnbótina síðan Gini Wijnaldum árið 2014-15. Hann stóð sig einnig vel með PSV í Evrópukeppnum, skoraði sjö mörk í 15 leikjum í undankeppni Meistaradeildar, Evrópudeild og Sambandsdeild Evrópu. Fram að hléi í hollensku deildinni vegna HM hélt Gakpo uppteknum hætti og var hann markahæstur í þar með níu mörk og hafði hann einnig átt 12 stoðsendingar.
Hann spilaði sinn fyrsta landsleik fyrir Holland á EM 2020 og á HM sló hann svo rækilega í gegn þegar Hollendingar komust í 8-liða úrslit. Gakpo skoraði þrjú mörk í riðlakeppninni, eitt í hverjum leik gegn Senegal, Ekvador og Katar.
Á meðan HM stóð og strax eftir keppnina var ljóst að mörg lið höfðu áhuga og helst var hann orðaður við erkifendurna í Manchester United. Það fór svo þannig sem betur fer að Liverpool sló til og náði samningum við PSV og leikmanninn sjálfan og kaupin staðfest.
Tölfræðin fyrir Cody Gakpo
Tímabil | Deild | Bikar | Deildarbikar | Evrópa | Annað | Alls |
---|---|---|---|---|---|---|
2022/2023 | 21 - 7 | 3 - 0 | 0 - 0 | 2 - 0 | 0 - 0 | 26 - 7 |
2023/2024 | 35 - 8 | 4 - 0 | 6 - 4 | 8 - 4 | 0 - 0 | 53 - 16 |
Samtals | 56 - 15 | 7 - 0 | 6 - 4 | 10 - 4 | 0 - 0 | 79 - 23 |
Fréttir, greinar og annað um Cody Gakpo
Fréttir
-
| Sf. Gutt
Fulltrúar Liverpool á EM -
| Sf. Gutt
Cody ekki illa meiddur -
| Sf. Gutt
Guð lofaði ekki auðveldu ferðalagi!
Í nærmynd
Skoða önnur tímabil