Metjöfnun!

Diogo heitinn Jota var í sviðsljósinu síðast þegar Liverpool og Nottingham Forest mættust á City Ground í Nottingham. Þá skoraði hann og jafnaði félagsmet.
Nottinham Forest komst yfir snemma leiks. Liverpool sótti og sótti. Þar kom að Rauði herinn jafnaði. Svo var markinu lýst í leikskýrslu á Liverpool.is.
Ótrúlegt mark og í leikskýrslunni kemur fram að Diogo hafi skorað eftir 21 sekúndu. Þetta var jöfnun á félagsmeti yfir tíma frá því leikmaður kom inn á sem varamaður og þar til hann skoraði. Reyndar ætti frekar að tala um andartök en tíma.
Áður höfðu tveir leikmenn Liverpool skorað 21 sekúndu eftir að hafa komið inn sem varamenn. Hér að neðan er listi yfir fimm sneggstu mörk varamanna í sögu Liverpool.
1. Diogo Jota 21 sekúnda.
2. Daniel Sturridge 21 sekúnda.
3. David Thompson 21 sekúnda.
4. Igor Biscan 26 sekúndur.
5. Fabio Borini 35 sekúndur.
Eins og þarna sést deilir Diogo félagsmetinu með þeim Daniel Sturridge og David Thompson. Tekið skal fram að hér er um deildarmörk að ræða.
-
| Sf. Gutt
Meiðslafréttir -
| Sf. Gutt
Hugsaði um Diogo allan daginn! -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Litli strákurinn yrði sennilega undrandi! -
| Sf. Gutt
Virgil kominn í metabækur hjá Hollandi! -
| Sf. Gutt
Dominik er sama hvar hann spilar -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Í minningu -
| Sf. Gutt
Vill endurgjalda stuðningsmönnunum -
| Mummi
Miðasala á Liverpoolleiki

