| Sf. Gutt

Sagan endalausa!

Sögunni endalausu um Alexander Isak er ólokið. Sögulok eru óviss en þó er eitthvað líklegra en annað í því efni. Það styttist í að lokað verði fyrir félagaskipti.

Sænski framherjinn spilar varla aftur fyrir Newcastle United enda er hann úti í kuldanum hjá félaginu eins og síðustu vikurnar. Það er ekki í boði fyrir hann að æfa með liðinu sínu og segja má að hann sé búinn að koma sér algjörlega út úr húsi hjá Deildarbikarmeisturunum.

Það nýjasta í sögunni er að Alexander sagði á dögunum að hann hefði verið búinn að segja forráðamönnum Newcastle að hann ætlaði sér í burtu frá félaginu í sumar. Það hefði því ekki átt að koma neinum hjá félaginu á óvart að hann vildi fara. Forráðamenn Newcastle sögðust ekkert kannast við að Alexander hefði sagt þetta. Þá stóð það þannig að að annar hvor aðilinn var að segja ósatt. 

Alexander sagði um daginn, í yfirlýsingu, að best væri fyrir alla aðila að hann fengi að fara. Forráðamenn Newcastle eru svo sem sammála því.

Liverpool bauð fyrir nokkrum vikum 110 milljónir sterlingspunda í Alexander. Það er ekki nógu hátt tilboð fyrir Newcastle og á meðan Liverpool hækkar ekki boðið er ekki líklegt að mikið gerist. 

Við sjáum hverju fram vindur!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan