Spáð í spilin
Í tilefni þess að ný leiktíð er að hefjast spáum við í spilin hér á Liverpool.is. Fyrsti leikur leiktíðarinnar fer fram á Anfield Road núna í kvöld.
Liverpool er ríkjandi Englandsmeistari og hefur titil að verja. Vörnin verður ekki auðveld en ef vel tekst til ætti liðið að geta varið titil sinn. Það hafa orðið breytingar á liðinu. Lykilmenn frá síðustu árum hafa farið og aðrir komið í þeirra stað. Það á örugglega eftir að taka tíma fyrir þá að fóta sig. Aldrei áður hefur meistaralið Liverpool tekið meiri breytingum fyrir nýja leiktíð.
Liverpool hefur heldur ekki áður þurft að syrgja liðsfélaga í aðdraganda leiktíðar. Diogo heitinn Jota á eftir að skilja stórt skarð eftir sig. Hann var frábær knattspyrnumaður en ekki síður mikilvægur liðsmaður á margan hátt. Liðsfélagar hans syrgja samherja en ekki síður vin. Það er ekki hægt að gera sér í hugarlund hvernig það hefur verið fyrir vini hans að komast í gegnum undirbúningstímabilið svo til með tárin í augunum. En það er víst ekki annað í boði en að halda leik áfram.
Englandsmeistarar Liverpool fá Bournemouth í heimsókn í kvöld. Mótherjarnir eru ekki auðveldir. Kirsuberjapiltarnir eru mjög góðir og höfnuðu í efri hluta deildarinnar á síðasta keppnistímabili. Síðan hafa þeir misst góða liðsmenn og meðal annars Milos Kerkez til Liverpool. Reyndar hefur Bournemouth misst góða menn reglulega á síðustu árum en samt staðið sig með sóma í deildinni.
Ég spái því að leikmenn Liverpool byrji vörn Englandsmeistaratitilsins með sigri. Liverpool er með betra lið en Bournemouth og á að vinna ef liðið spilar vel. Liverpool vinnur 3:1!
YNWA!
-
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Jafnt í krýningarleiknum -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Sf. Gutt
Væri gaman að byrja með verðlaunum! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Darwin er á förum!