| Sf. Gutt

Áhorfandi settur í bann!

Leikur Liverpool og Bournemouth var stöðvaður um stund eftir tæpan hálftíma á föstudagskvöldið eftir að áhorfandi hafði beint ósæmilegum orðum að Antoine Semenyo framherja Bournemouth. Umræddur áhorfandi er stuðnignsmaður Liverpool. Hann var fjarlægður og rekinn út af leikvangnum eftir að dómarinn hafði stöðvað leikinn eftir umkvörtun Antoine.

Áhorfandinn var handtekinn á laugardaginn og hefur nú verið ákærður fyrir kynþáttaníð. Um leið var hann settur í bann frá öllum knattspyrnuvöllum á Bretlandseyjum. 

Antoine, sem seinna í leiknum skoraði bæði mörk síns liðs í 4:2 tapi fyrir Liverpool, þakkaði öllum sem að málinu komu fyrir snögg og fagmannleg viðbrögð. Hann sagðist þakklátur liðsfélögum sínum, leikmönnum Liverpool og áhorfendum á Anfield fyrir góð viðbrögð við ósómanum. Antoine þakkaði líka fyrir samstöðu sem honum var sýnd úr öllum áttum.

Knattspyrnuyfirvöld eru stundum gagrýniverð fyrir slælega framgöngu í hinum og þessum málum. En í þessu máli var allt unnið hratt og vel. Kynþáttaníð er ólíðandi og ber að refsa fyrir það!

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan