| Sf. Gutt

Verðlaun í fyrsta leik!

Luis Díaz byrjaði vel feril sinn hjá Bayern Munchen. Hann vann til verðlauna strax í sínum fyrsta leik með þýsku meisturunum.

Síðasta laugardag mætti Bayern Munchen Stuttgart í leiknum um Stórbikar Þýskalands sem nú er kenndur við Franz Beckenbauer. Leikurinn er milli Þýskalandsmeistara og bikarmeistara. Bayern vann 2:1 á heimavelli Stuttgart. Luis Díaz skoraði seinna mark Bayern. Markinu sínu fagnaði hann með tölvuleikjafagninu hans Diogo Jota. 

Bayern lék svo fyrsta leik sinn í deildinni í kvöld. Liðið vann Red Bull Leipzig 6:0. Luis skoraði eitt af mörkunum. 

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan