Leikmaður ársins!
Mohamed Salah var í kvöld útnefndur Leikmaður ársins af Samtökum atvinnuknattspyrnumanna á Englandi. Þetta er í þriðja sinn sem Mohamed hlýtur þessi verðlaun. Hann er fyrstur leikmanna til að vinna þessi verðlaun þrisvar sinnum.
Verðlaunin voru fyrst veitt fyrir keppnistímabilið 1973/74. Allir atvinnuknattspyrnumenn í ensku deildunum hafa atkvæðisrétt í kjörinu.
Fyrrum handhafar þessara verðlauna hjá Liverpool eru þeir Terry McDermott (1979/1980), Kenny Dalglish (1982/1983), Ian Rush (1983/1984), John Barnes (1987/1988), Steven Gerrard (2005/2006), Luis Suarez (2013/2014), Mohamed Salah (2017/2018), Virgil Van Dijk (2018/2019) og Mohamed Salah (2021/2022).
Þetta eru þriðju einstaklingsverlaun Mohamed Salah fyrir meistarakeppnistímabilið. Hann var kjörinn bestur allra leikmanna af Knattspyrnufréttamönnum og eins var hann valinn Leikmaður ársins í Úrvalsdeildinni.
-
| Sf. Gutt
Ben Doak seldur -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Jafnt í krýningarleiknum -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli