Ben Doak seldur
Tilkynnt var í dag að Ben Doak hefði verið seldur frá Liverpool. Hann hefur verið talinn með allra efnilegustu leikmönnum félagsins.
Bournemouth keypti skoska landsliðsmanninn fyrir 20 milljónir sterlingspunda. Upphæðin getur svo hækkað um fimm milljónir í viðbót að uppfylltum skilgreindum ákvæðum í samningi félaganna.
Liverpool keypti Ben Doak frá Celtic sumarið 2022 fyrir 600.000 pund. Hann lék tíu leiki fyrir aðallið Liverpool. Á síðustu leiktíð var Ben í láni hjá Middlesbrough sem leikur í næst efstu deild. Honum gekk vel þar. Ben hefur verið óheppinn með meiðsli frá því hann kom til Liverpool og misst mikið úr. Ben hefur nú þegar leikið sex landsleiki fyrir Skotland.
Liverpool klúbburinn á Íslandi óskar Ben Doak góðs gengis og þakkar honum um leið fyrir framlag sitt til Liverpool.
-
| Sf. Gutt
Ibrahima Konaté ekki til Íslands -
| Sf. Gutt
Landsleikjafréttir -
| Sf. Gutt
Goðsagnirnar unnu! -
| Sf. Gutt
Hefði betur þagað! -
| Sf. Gutt
Minningarorð Jürgen Klopp -
| Sf. Gutt
Það var fyrir tíu árum! -
| Sf. Gutt
Hefur engar áhyggjur af Florian! -
| Sf. Gutt
Tveir fá frí frá landsleikjum -
| Sf. Gutt
Bobby saknar vinar í stað -
| Sf. Gutt
Torvelt í Tyrklandi!