| Sf. Gutt

Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu

Sagan endalausa um Alexander Isak heldur áfram. Hann hefur nú lýst því yfir að hann ætli sér ekki að spila aftur fyrir hönd Newcastle United.

Sænski framherjinn er staðráðinn í að komast burt frá Newcastle. Hann á enn eitthvað eftir af samningi sínum við félagið en nú er ólíklegt að nokkur einasti áhugi sé á þeim bæ fyrir að halda honum. Hvað þá eftir að hann hefur lýst þeirri ákvörðun sinni að vilja ekki spila aftur fyrir félagið. Helst af öllu, ef fjölmiðlar hafa rétt fyrir sér, vill hann fara til Liverpool. 

Fyrr í sumar bauð Liverpool 110 milljónir sterlingspunda í Alexander. Tilboðinu var hafnað. Liverpool þarf trúlega að borga hærra verð. En þar sem Svíinn er svo til búinn að brenna allar brýr að baki sér í Newcastle er erfitt að segja til um framhaldið. Í það minnsta vilja forráðamenn Newcastle örugglega losa sig við mann sem ekki vill spila fyrir hönd félagsins. 

Nú er að sjá hvernig mál þróast.  

 

TIL BAKA
Nýlegar fréttir
Fleiri fréttir
Fréttageymslan