Fjórir í Liði ársins!
Fjórir leikmenn Liverpool voru valdir í Lið ársins í Úrvalsdeildinni fyrir keppnistímabilið 2024/25. Tilkynnt var um liðið í gærkvöldi um leið og Leikmaður ársins var krýndur. Mohamed Salah var, eins og fram kom á Liverpool.is í gærkvöldi, kjörinn Leikmaður ársins. Leikmenn í deildinni völdu liðið.
Hér að neðan er Lið ársins. Virgil van Dijk, Alexis Mac Allister, Ryan Gravenberch og Mohamed Salah eru fulltrúar Liverpool í liðinu. Milos Kerkez sem lék með Bournemouth á liðinni leiktíð er í liðinu en nú er hann leikmaður Liverpool. Virgil er valinn í liðið í fimmta sinn og Mohamed hefur nú fjórum sinnum orðið fyrir valinu.
Markmaður:
Matz Sels - Nottingham Forest.
Varnarmenn:
William Saliba - Arsenal.
Gabriel - Arsenal.
Virgil van Dijk - Liverpool.
Milos Kerkez - Bournemouth, nú leikmaður Liverpool.
Miðjumenn:
Alexis Mac Allister - Liverpool.
Ryan Gravenberch - Liverpool.
Declan Rice - Arsenal.
Framherjar:
Mohamed Salah - Liverpool.
Alexander Isak - Newcastle United.
Chris Wood - Nottingham Forest.
Virgil van Dijk var í liðinu fyrir leiktíðina 2023/24.
-
| Sf. Gutt
Leikmaður ársins! -
| Sf. Gutt
Ben Doak seldur -
| Sf. Gutt
Liverpool kaupir Giovanni Leoni -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Diogo Jota og Andre Silva minnst -
| Sf. Gutt
Nýjasta nýtt úr sögunni endalausu -
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Jafnt í krýningarleiknum