Luis Díaz

Fæðingardagur:
13. janúar 1997
Fæðingarstaður:
Barrancas
Fyrri félög:
Barranquilla FC, Junior FC, FC Porto
Kaupverð:
£ 40000000
Byrjaði / keyptur:
30. janúar 2022
Upplýsingar á LFChistory.net
Skoða

Luis Díaz var keyptur frá FC Porto í lok félagaskiptagluggans í janúar 2022. Kaupin komu nokkuð á óvart en félagið ákvað að grípa gæsina þegar ljóst var að Porto voru tilbúnir að selja og Tottenham farnir að sækjast mikið eftir því að fá hann til sín.

Hann er fæddur í Barrancas í Kólombíu þann 13. janúar árið 1997 og heitir fullu nafni Luis Fernando Díaz Marulanda. Hann vakti fyrst athygli í heimalandinu þegar hann tók þátt í Copa America árið 2015. Þetta var reyndar ekki hin eiginlega Copa America heldur sérstök keppni fyrir frumbyggja Suður-Ameríku. Keppnin fór fram í Síle og þar enduðu Kólombíumenn í öðru sæti þar sem Díaz skoraði tvö mörk. Hann gekk til liðs við Barranquilla FC sem spiluðu þá í næst efstu deild. Félagið þurfti að búa sérstaklega til U-18 ára lið þar sem U-17 og U-20 ára lið félagsins voru ekki hentug Díaz vegna aldurs hans.

Hann spilaði frábærlega fyrir unglingalið Barranquilla og í apríl 2016 spilaði hann í fyrsta sinn fyrir aðallið félagsins. Hann var ekki lengi að láta til sín taka og í maí mánuði skoraði hann sitt fyrsta mark, sem jafnframt var sigurmark leiksins. Eftir að hafa spilað 42 leiki fyrir félagið vildu lið úr efstu deild fá hann til sín og endaði það með því að hann gekk til liðs við Junior FC árið 2017. Með liðinu vann Díaz bikarkeppnina heima í Kólombíu og var hann fastamaður í liðinu á fyrsta tímabili hans þar. Árið 2018 spilaði hann 38 deildarleiki, þar af 28 í byrjunarliði og skoraði 13 mörk þegar Junior voru krýndir meistarar. Díaz skoraði t.a.m. í fyrri leik úrslita viðureignarinnar.

Liðið fór langt í Copa Sudamericana, nánar tiltekið alla leið í úrslit gegn brasilíska félaginu Athletico Paranaense en töpuðu þar eftir tveggja leikja úrslitaeinvígi þar sem báðir leikir enduðu 1-1 og grípa þurfti til vítaspyrnukeppni.

Sumarið 2019 var hann svo keyptur til Porto enda hafði hann vakið athygli liða á meginlandi Evrópu. Áður en félagsskiptin gengu í gegn hafði hann haldið uppteknum hætti með Junior FC og liðinu gengið vel.


Tölfræðin fyrir Luis Díaz

Tímabil Deild Bikar Deildarbikar Evrópa Annað Alls
2021/2022 13 - 4 5 - 0 1 - 0 7 - 2 0 - 0 26 - 6
2022/2023 17 - 4 0 - 0 0 - 0 3 - 1 1 - 0 21 - 5
2023/2024 37 - 8 3 - 1 4 - 1 7 - 3 0 - 0 51 - 13
Samtals 67 - 16 8 - 1 5 - 1 17 - 6 1 - 0 98 - 24

Fréttir, greinar og annað um Luis Díaz

Fréttir

Í nærmynd

Skoða önnur tímabil