Spáð í spilin
Frá því Liverpool fagnaði Englandsmeistaratitlinum í Musterinu 25. maí hefur mikið vatn runnið til sjávar. Daginn eftir var mesta sigurför í sögu Liverpool. Hún gekk eins vel og hugsast gat en rétt í lok hennar lá við dauðaslysum eftir stórhættulegan akstur einstaklings sem setti fjölda fólks í lífshættu. Sem betur fer lést enginn en margir urðu fyrir meiðslum og áfall fjölda fólks var mikið. Rúmum mánuði seinna fórst Diogo Jota ásamt bróður sínum í hræðilegu bílslysi. Ólýsanleg sorg fyrir fjölskyldu þeirra bræðra og alla sem tengdust þeim innan vallar sem utan.
En lífið heldur áfram. Jürgen Klopp sagði einu sinni að knattspyrnan væri það mikilvægasta af því sem engu máli skipti. Það er mikið til í því. Skjaldarleikurinn er staðfesting á verðlaunum á síðasta keppnistímabili eða alla vega mjög góðum árangri. Liverpool er Englandsmeistari og Crystal Palace vann FA bikarinn í fyrsta sinn.
Nokkrir leikmenn hafa yfirgefið Liverpool og aðrir hafa komið í staðinn. Sumir af þeim sem hafa farið hafa leikið lykilhlutverk síðustu keppnistímabil. Þeir sem hafa komið í þeirra stað hafa mjög gott orð á sér og vonandi ná þeir að fylla skörðin og gera liðið enn betra. Alisson Becker er aftur til taks eftir að hafa verið frá vegna aðgerðar konu sinnar ef rétt er skilið. Ryan Gravenberch verður ekki með þar sem honum og konu hans fæddist barn í nótt. Alexis Mac Allister verður í hópnum en hann er að koma til baka eftir meiðsli svo hann spilar ekki allan leikinn. Crystal Palace er með mjög gott lið og er að mestu með sömu menn sem gerðu svo vel á síðasta keppnistímabili.
Liverpool og Crystal Palace og Liverpool mættust tvívegis á síðustu leiktíð. Liverpool vann 0:1 í London. Liðin skildu svo jöfn í krýningarleiknum í síðustu umferð deildinnar í vor. Báðir leikir voru mjög jafnir.
Liverpool vann Skjöldinn síðast 2022. Liðið vann þá Manchester City 3:1. Voanndi nær Liverpool að bæta Skildinum í safn sitt. Þó þetta sé ekki merkilegasti verðlaunagripurinn þá er alltaf gleðilegt að bæta við verðlaunasafn félagsins. Skjöldurinn myndi sóma sér vel við hliðina á Englandsbikarnum í bikarageymslunni á Anfield Road!
YNWA!
-
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn! -
| Sf. Gutt
Jafnt í krýningarleiknum -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Sf. Gutt
Væri gaman að byrja með verðlaunum! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Darwin er á förum! -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin. - 1. kapítuli. -
| Sf. Gutt
Er endalaus saga að byrja? -
| Sf. Gutt
Nýir búningar kynntir!