Leikjatilfærslur

Búið er að tímasetja leiki Liverpool í jólamánuðinum. Hér er listi leikjanna með nýjum tímasetningum. Gott að vita þetta ef verið að velta ferðalögum fyrir sér.
Fyrsti leikur Liverpool í jólamánuðinum verður annað kvöld þegar nýliðar Sunderland koma í heimsókn til Liverpool. Flautað verður til leiks á Anfield Road klukkan stundarfjórðung yfir átta.

Aðrir nýliðar verða mótherjar Liverpool í leik tvö í desember. Liverpool fer til Leeds á laugardaginn og mætir heimamönnum á Elland Road. Leikurinn hefst klukkan hálf sex.
Þriðjudaginn 9. desember verður haldið til Ítalíu þar sem Liverpool mætir Inter Milan. Leikar hefjast klukkan átta.
Laugardaginn 20. desember fer Liverpool til London til að spila við Tottenham Hotspur. Leikurinn byrjar klukkan hálf sex.
Síðasti leikur meistaraársins 2025 verður á Anfield Road klukkan þrjú 27. desember. Gestir dagsins verða Wolverhampton Wanderes.
Allir leiktímar eru að íslenskum tíma. Á þessum árstíma er sami tími hér á Íslandi og á Bretlandseyjum.
-
| Sf. Gutt
Ánægður með markið! -
| Sf. Gutt
Dagurinn sem breytti Liverpool F.C.! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá núverandi fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Hvatning frá fyrrum fyrirliða! -
| Sf. Gutt
Mestu hrakfarir í marga áratugi! -
| Sf. Gutt
Lengi getur vont versnað! -
| Sf. Gutt
Væntumþykjan hverfur! -
| Sf. Gutt
Ný félagsmet! -
| Sf. Gutt
Ég ber fulla ábyrð! -
| Sf. Gutt
Metjöfnun!

