Jafnt í krýningarleiknum
Forleiknum að krýningu Liverpool sem Englandsmeistara á Anfield Road lauk með jafntefli. Liverpool og Crystal Palace skildu jöfn 1:1. Jafnteflið spillti þó ekki neinu því hátíðarhöld Rauða hersins stóðu frá morgni til kvölds. Það má reyndar segja að hátíðarhöldin hafi staðið frá því 27. apríl þegar Liverpol vann Englandsmeistaratitilinn!
Eftir að leikmenn Liverpool voru hylltir fyrir leik af mótherjum sínum sem stóðu heiðursvörð hófst leikurinn í rafmögnuðu andrúmslofti. Leikmenn Liverpool endurguldu gestunum hyllinguna með því að taka við með heiðursvörð og hylla bikarmeistara Crystal Palace. Vel gert hjá báðum liðum!
Ernirnir fengu óskabyrjun með marki Ismaila Sarr á 9. mínútu. Tyrick Mitchell sendi boltann fram að vítateignum á Ismaila sem var frír. Hann lék inn í vítateiginn og skoraði út í hægra hornið framhjá Alisson Becker sem kom engum vörnum við. Mjög vel gert.
Liverpool sótti meira í framhaldinu en náði lítið að ógna marki Palace. Gestirnir ógnuðu alltaf við og við með góðum skyndisóknum. Það var ekki fyrr en á 38. mínútu sem Liverpool fékk almennilegt færi. Mohamed Salah lyfi boltanum inn í vítateiginn á Luis Díaz. Hann gerði vel í að ná skoti að marki rétt við markteiginn en Dean Henderson náði að verja í horn með öðrum fætinum án þess að vita mikið um það. Bikarmeistararnir yfir í hálfleik.
Trent Alexander-Arnold kom inn í hálfleik í síðasta leik sínum fyrir Liverpool í stað Conor Bradley. Liverpool lék svo sem ekkert betur og rétt eftir klukkutíma leik voru þeir Darwin Núnez og Diogo Jota sendir til leiks. Á 65. mínútu ógnaði Darwin. Trent sendi langa sendingu inn fyrir vörn Palace. Darwin komst einn að boltanum inni í vítateignum en Dean kom út á móti honum og varði stórvel.
Mínútu síðar kom Alisson í veg fyrir stærri forystu Palace. Ismaila tók vel við sendingu inn í vítateignn, lagði boltann fyrir sig og náði góu skoti en Alisson henti sér niður til hægri og varði mjög vel. Tveimur mínútum seinna fékk Ryan Gravenberch sinn annað spjald spjald á sjö mínútum og var þar með vikið af velli. Seinna spjaldið var reyndar beint rautt. Réttur dómur því hann felldi mann sem var að sleppa einn í gegn. Liverpool manni færri rúman hálftíma til leiksloka!
Cody Gakpo fékk boltann við vinstra markteigshornið á 76. mínútu. Hann rúllaði honum til baka fyrir fætur Diogo. Portúgalinn skaut viðstöðulaust en boltinn hafðnaði í hægri stönginni.
Liverpool sótti nú án afláts þrátt fyrir mannfæð. Englandsmeistararnir ætluðu ekki að tapa krýningarleiknum og sóknin bar árangur á 84. mínútu. Dawin náði góðri fyrirgjöf frá hægri á Cody sem stökk hátt í loft upp og skallaði boltann niður til Mohamed. Egypski Kóngurinn náði viðstöðulausu skoti á lofti á markteigslínunni og boltinn þaut í netið af varnarmanni fyrir framan Kop stúkuna. Gríðarlegur fögnuður braust út og allt jafnt. Þær urðu lyktir í leiknum og þar með gat krýningarathöfnin hafist!
Liverpool: Alisson, Robertson (Elliott 85. mín.), van Dijk, Konate (Jota 62. mín.), Bradley (Alexander-Arnold 46. mín.), Jones, Gravenberch, Gakpo, Szoboszlai (Núnez 61. mín.), Salah og Diaz (Endo 69. mín.). Ónotaðir varamenn: Kelleher, Gomez, Quansah og Tsimikas.
Mark Liverpool: Mohamed Salah (84. mín.).
Gul spjöld: Ryan Gravenberch og Virgil van Dijk.
Rautt spjald: Ryan Gravenberch.
Crystal Palace: Henderson, Lerma, Lacroix, Richards, Mitchell, Kamada, Hughes (Esse 79.mín., Franca 93. mín.), Munoz, Eze (Devenny 62. mín.), Sarr og Mateta (Nketiah 62. mín.). Ónotaðir varamenn: Kporha, Turner og Ward.
Mark Crystal Palace: Ismaela Sarr (9. mín).
Áhorfendur á Anfield Road: 60.382.
Maður leiksins: Mohamed Salah. Egyptinn hefur oft leikið betur en hann skoraði glæsilegt mark og tryggði Liverpool stig eftir að liðið var manni færra í meira en hálftíma.
Fróðleikur
- Liverpool varð Englandsmeistari í 20. sinn.
- Liðið jafnaði þar með tölu Manchester United á Englandsmeistaratitlum.
- Mohamed Salah skoraði 34. mark sitt á leiktíðinni.
- Hann varð markakóngur deildarinnar með 29 mörk.
- Mohamed lagði upp 18 mörk sem var það mesta í deildinni.
- Mohamed átti þar með þátt í 49 deildarmörkum. Það er metjöfnun í flokki samlagðra marka og stoðsendinga. Alan Sherar og Andy Cole deildu metinu áður og nú hefur Mohamed jafnað þá. Hann spilaði þó í 38 leikja deild. Alan og Andy náðu í sínum tölum í deild með 42 leikjum.
Krýingarathöfnin sjálf var stórkostleg. Leikmenn Liverpool voru kallaðir fram einn af öðrum. Fyrirliðinn Virgil van Dijk rak lestina og tók við Englandsbikarnum úr höndum Alan Hansen fyrrum fyrirliða Liverpool. Kyngimögnuð stund!
Fögnuðurinn hélt svo áfram lengi á eftir. Bikarinn gekk á milli manna fyrir framan Kop stúkuna. Fögnuðurinn var eiginlega ólýsanlegur!
-
| Sf. Gutt
Liverpool vill kaupa Marc Guehi -
| Sf. Gutt
Setjum undir okkur hausinn! -
| Sf. Gutt
Spáð í spilin -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 3. kapítuli -
| Sf. Gutt
Væri gaman að byrja með verðlaunum! -
| Sf. Gutt
Niðurtalning - 2. kapítuli -
| Sf. Gutt
Darwin er á förum! -
| Sf. Gutt
Niðurtalningin er hafin. - 1. kapítuli. -
| Sf. Gutt
Er endalaus saga að byrja? -
| Sf. Gutt
Nýir búningar kynntir!